mánudagur, september 22, 2008

Hádegisæfing 22. september

"Það er ekki nóg að hlaupa langt, þú þarft líka að geta hlaupið hratt" voru orð Dagsins í dag, í bókstaflegri merkingu. Á mánudögum sýna FI SKOKK meðlimir og áhangendur fína mætingu og í dag mættu: Jói, Sveinbjörn, Sigurborg og Ágústa á eigin vegum. Á annarra vegum: Bjöggi, Guðni, Dagur, Óli, Kalli, Jón Gunnar, Huld, Hössi, Fjölnir, Sigrún. Tveir mættu of seint, annar hljóp okkur uppi, hinn kom úr óvæntri átt. Boðið var upp á 3 leiðir: Suður, Hofs eða Kapla. Athygli vakti að enginn valdi fyrsta kost, enda naglar á ferð. Slumma fór Hofs en "hardcorið"fór Kapla. Það þarf ekki að taka fram hverjir það voru, og þó. Það var náttúrulega hjólatríóið; Óli, Dagur og Hössi sem spændi alla leið. Restin fór Hofs.
Í restina var tekinn einn sprettur í gegnum skóginn og voru menn mistilbúnir í hann.
Hryssing veður var á leiðinni og greinilegt að margir í hópnum eru ekki tilbúnir að gefa yl sumars alveg strax upp á bátinn og klæddu sig efnislitlum pjötlum, skjóllitlum. Aðrir, skynsamari, klæddu sig eftir veðri eins og kennt var í barnaskóla. Þótt mæting væri til fyrirmyndar í dag er ekki nóg að byrja hverja viku á fögrum fyrirheitum, nauðsynlegt er mæta vel alltaf, til að lenda ekki í kjölsoginu. Þeir taka til sín sem eiga.
Hofs 8,6K
Kapla 9,6K

Kveðja,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Því má bæta við að nýliðinn Kalli fór einnig Kapplana enda kominn í tengsl við sjálfið sitt, síðan á föstudag, sem reyndist meiri hlaupari en hann hafði áður haldið.

Nafnlaus sagði...

Félagsmenn eru áminntir að tímabil síðubuxna er ekki runninn upp. Félagsmenn skulu æfa í stuttum buxum frá 1. maí til 1. október.

Sækja skal um undanþágur skriflega til stjórnar. Umsókninni skal fylgja læknisvottorði í tvíriti.