miðvikudagur, september 24, 2008

Hádegisæfing 24. september No Whining Wednesday

A Thought To Inspire
We go from whining infant to waddling toddler to gold-medal sprinter partly by nature, but mostly by will and determination and intelligence. - Alan Steinberg

Mættir í dag: Cargo bros. Fjölnir og Sigurgeir, Bryndís, Jón Gunnar, Oddgeir, Dagur og Sigrún. Jói sást á eigin vegum í restina. Fórum vestur í bæ, rólegt til að byrja með og síðan voru 3 leiðir í boði: Suður, Hofs og Kapla. Bryndís fór Suður (þurfti að mæta á fund), Fjölnir, Sigurgeir, Jón Gunnar og Sigrún fóru Hofs og Dagur og Oddgeir fóru Kaplaskjólið. Meiningin var að taka tempó frá því er leiðir skildu og út að kafara. Skemmst er frá því að segja að á þeim kafla bættist í hópinn einn liðsmaður, Kári Illugason, og skemmdi hann aðeins fyrir bæði hraða og stíl nokkurra hlaupara. Ýmist henti hann okkur afturábak, út á hlið eða lét okkur ekki eftir fría braut. Þó var sem hann næði ekki að fipa þjálfarann, sem kom og át uppi smælingjana jafnt og þétt. Síðan er að kafara kom hélt Kári sína leið en við hin héldum heim á hótel í hellidembu.

Alls 8,6/9,5K
Veit ekki lengd Suðurgötu

Bestu kv.
Sigrún

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

VINDURINN ER VINUR MINN, VINDURINN ER VINUR MINN, VINDURINN ER VINUR MINN.......

Nafnlaus sagði...

Af þessu má læra.

Galdurinn var að taka annars mjög erfiðar aðstæður og snúa þeim yfir í eitthvað jákvætt. Með þessari mötru var æfingin auðveldari og samhlaupararnir lutu í grasið hver á fætur öðrum.
Ekki var laust við að smá 'whine' heyrðist í hópnum þrátt fyrir við værum að hlaupa á 'no-whining-wednesday'.

Der Uber Ubünger

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábæra æfingu í dag ;o)

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábæra æfingu í dag ;o)

Kv. Sigurgeir