fimmtudagur, september 25, 2008

Hádegisæfing 25. september

Það var fríður sýningarflokkur sem bar merki IAC á lofti og fór í útsýnis og kynningarrúnt í bæinn í dag. Þetta voru, að sjálfsögðu, Huld, Kalli, Dagur, Bjöggi (the beautiful one) og Sigrún. Wolfman Joe var á eigin vegum. Veður var hið fegursta, og vinir vindsins brostu mót sólu, systur sinni, með gleði í hjarta. Gott áhorf var á leiðinni og var samdóma álit vegfarenda að þarna færi þéttur (ekki í merkingunni feitur) flokkur, sem léti ekki kappið bera fegurðina ofurliði. (sbr. orð sr. Friðriks)
Alls 8K
Kveðja,
Sigrún

Munið þið eftir þessu?

Engin ummæli: