Mættum í dag í fallegu veðri: Sigrún Erlends (alias dúkkulísan), Fjölnir (FH-ingur), Sveinbjörn (dælustöð og tilbaka) og Sigrún (járnfrúin). Þjálfari hópsins hjólaði framhjá í startinu og gaf handleiðslu.Fórum í sýningarferð um miðbæinn með viðkomu á nokkrum áherslupunktum sem og gegnumhlaupi um Ráðhúsið. Algert logn og uppstytta var á leiðinni og ferskleiki sveif yfir vötnum. Söknuðum félaga okkar og er það ámælisvert ef menn setja fyrir sig veðrabreytingar ef ná á árangri í íþróttum. M.ö.o. úrkoma í grennd, er ekki góð afsökun hjá FI SKOKKhópnum.
Alls 8K
Kv. Sigrún
Minni á Hjartadagshlaupið á sunnudag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli