mánudagur, september 29, 2008

Hádegisæfing 29. september

Í undurfögru veðri dagsins mættu: Sveinbjörn (á eigin vegum), Joe Boxer og Elísabet ásamt þeim Degi, Hössa, Óla, Bjögga, Kalla, Jóni Gnarr-i, Oddgeiri, Huld og Sigrúnu. Hefðbundinn mánudagur var í mannskapnum, þó sýnu meiri hjá hraðlestinni en öðrum. Þrjár leiðir voru í boði; Suður (Bjútí og Kalli), Hofs (Huld, Gnarr, Sigrún og Odd), Granaskjól-long (Óli, Hössi, Day). Meiningin var að taka tempókafla frá horninu á þessum þremur leiðum og gerðu menn það, samviskusamlega.
Suður ?
Hofs 8,6K
Grani 10,1K

Frábært æfingaveður og áform gerð um brekkur, spretti, no-whining á næstunni, og allt. Félagsmenn eru því hvattir til að mæta eins og samviska þeirra og líkamsburðir leyfa.
Kveðja,
Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við köllum það Keiluna eða Keilugranda ekki Grana. Ekki að sökum að spyrja að ritarinn viti þetta ekki, enda aldrei komist svona langt í burtu.

Dagur