fimmtudagur, september 04, 2008

Hádegisæfing 4. september

Það var ansi hár "babe"-stuðull á æfingu dagsins en þar voru samankomnar: Huld, Sigrún (nafnan) og Sigrún. Æfingin átti að vera auðveld og var því farinn flugvallarhringur á ágætum hraða í yndislegu veðri. Söknuðum strákanna ekki neitt, enda nóg umræðuefni í boði sem hefði vel geta dugað í heilt maraþon. Vorum þó alveg á því að strákarnir hefðu misst af góðum bita á þessari æfingu, kannski ekki mjög feitum en góðum.
Alls 7,1K@4.59

Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: