mánudagur, október 27, 2008

Dagslausi dagurinn 27. október

Hvernig er hægt að sleppa einum degi? Það er ekki hægt, hann er alls staðar. Mánudagur, þriðjudagur... hvergi verður þverfótað fyrir degi, það er margreynt. Samt tókst okkur smælingjum FI samsteypunnar að stauta okkur framúr nokkuð góðri æfingu í dag, á Dagslausa deginum. Mættum við glaðbeitt og full tilhlökkunar og vissu um að nú yrði æfingin róleg og góð. Eftir skamma upphitun með fegurðarmógúlinn í forsvari héldum við: Hössi, Bjútí, Óli black-belt, Kalli Svalaferna og Sigrún niður á Miklatún í góðri trú. Þar vildi Hössi (sem sannarlega er úlfur í sauðargæru) fara í spretti. Skipti þá engum togum að við skelltum okkur í "horn í horn" á túninu og fórum 4 svoleiðis (vegna fjölda áskorana) (um 650m) með 4 *500m skokki á milli. Skokkuðum svo heim eftir þetta og vorum virkilega stolt yfir því hvað dagurinn var góður. Kalt var í veðri en sól og stórfínn félagsskapur. Einnig voru Sveinbjörn og Jói á eigin æfingum.

Alls 7,4-K
Kveðja góð,
Sigrún

A tribute to the trainer

Engin ummæli: