þriðjudagur, október 28, 2008

Hádegisæfing 28. október

Það er vægt til orða tekið að kalt var í veðri á æfingu dagsins en samt mættu vaskir félagar til æfinga, allavega þeir sem eiga vetrarföt. Þeir sem mættu voru: Cargo-systur þær Fjölnir(a) og Sigurgeir(a), Sigrún Erlends (alias nafna) og gestahlaupari, Björg Stefanía og Hekla úr flugdeild, Guðni, Dagur, Oddgeir, Huld, Anna Dís (í endurkomu vonandi) og Sigrún. Farið var greitt af stað og augljóst að þjálfarinn hefur verið í svelti, allavega á einhverju sviði. Cargo -systur, Guðni og Huld ásamt The Sigrún's fóru auma Suðurgötu en "hardcorið" (Oddgeir og Dagur) fór Hofsvallagötu á undir 40 mínútum, sem er harla ásættanlegt. Núna telst hreyfing til auðæva og því má ekki glata henni fyrir nokkurn mun. Þá værum við fyrst farin að tala um skert lífsgæði.
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: