Undurfagurt veður í dag og gott til æfinga. Stórgóð mæting var á hina klassísku tempóæfingu án væls. Nú er ekki bara bannað að gefa frá sér hljóð, það er einnig bannað að hugsa neikvætt og verða þeir sem láta sér svo mikið sem detta í hug eitthvað annað en"ég er frábær, ég er best/ur", eða "vindurinn er vinur minn" teknir fyrir sérstaklega og sendir í ítarlegt viðtal og skoðun hjá sálgæsluréttarlækni FI samsteypunnar. Tíminn þar kostar ekki nema 7000 krónur (er reyndar bara 1/2 tími) en anyways... Þeir sem þetta þola mættu í dag og voru: Bjöggi the bjútífúl one, Kalli the Svale, Sigurgeir the younger sister, Dagur the speedmaster, Oddgeir the soon to be 2nd best, Bryndís the lady, John Gnarr the Hnakk, Huld the reigning queen, Sigrún the notorious blogger and Sveinbjorn the duckwatcher ( innskot höf. endursk.) og Anna Dís the GPS wrecker sem fóru saman. Í boði voru Suður, Hofs og Kapla Short/Long. Að ná eða að vera ekki náður eru einkunnarorð þessara æfinga og gekk þetta í flestum tilfellum vel. Hjá kafara safnast hópurinn saman og er samferða heim á hótel. Vissrar tilhlökkunar er farið að gæta hjá hópnum varðandi fyrirhugaða árshátíð sem vonandi allir gefa sér tíma til að mæta á en hún er sem kunnugt er þann 15. nóvember og verður greint frá því nánar síðar.
Í tilefni fallegs dags í dag
Kveðja,
Sigrún
1 ummæli:
Duckwatcher, þessi er með þeim betri
BM
Skrifa ummæli