Sæl veriði öll til sjávar og sveita.
Í dag óskaði Guðni-"Gnarr"-bani eftir því að leiða freak-hlaup dagsins.
Mættir voru (hel-cuttaðir og tanaðir í drasl), Bjútíið, Gnarr-baninn, Dagur og Oddgeir.
Einnig var Sveinbjörn "á eiginvegum", og Fjölnir Cargó, og Óli Briem kom seint, en hafði þá orð Bjútísins að leiðarljósi "Það er ekki nóg að hlaupa langt - það þarf lika að hlaupa hratt". Enda tók hann bara 30 mínútna sprett upp og niður öskjuhlíðina, einskonar "two armed octopussy".
Hinir 4 fræknu lögðu af stað í átt að Valsheimilinu þegar Gnarr-bananum varð á orði, "það er bara eingin kvennmaður í dag...... ekki einu sinni Sigurgeir".
"Featherd-twist-ið" í dag var að hlaupa Ægissíðuna vitlausumegin, þ.e. á gangstéttinni, og beigja svo inn í einhverjar minnstu og þrengstu götur sem til eru í Reykjavík. Þeir heita allar eitthvað ránfugla-tengt, eins og Arnar-stræti og Smyrilstígur og svo að sjálfsögðu Fálkagata. Reyndar náði Steypireyðurinn ekki að leggja réttu götunöfnin á minnið vegna súrefnisskorts í heila, en þetta var allavega eitthvað svona fiðrað með beittan gogg.
Þessi hringur reyndist vera 9,2 Km og er ekkert gengisfall á því.
Gríðarskemmtileg föstudagsæfing um "óbyggðir" vesturbæjarins.
Bjútíið.
2 ummæli:
Það er gaman að sjá hversu mikill söknuður er í minn garð hjá FISKOKK. Ég sakna ykkar líka og vonandi kemst ég fljótlega að hlaupa með ykkur ;o)
Kv. Sigurgeir
Bjútí. Þú ert klárlega á rangri hillu í lífinu; að vera Cand. Oecon er ekki gott, Cand. Ocean(sbr. þú)er verra. Hefðir átt að gerast rithöfundur, klárlega, og hvíla þína sjávardýratösku, forever. Frábær lýsing!!!
Aðal
Skrifa ummæli