föstudagur, október 24, 2008

Freaky Friday 24. október

Mættur fríður flokkur í dag þrátt fyrir kalsa og slyddu: Dagur, Bjútí (í markmannshönskunum og seglinu), Oddgeir, Hössi, Huld, Kalli svali, Sigrún og þrjár tindilfættar af hótelum, þær Sigurborg, Rúna Rut og ein í viðbót (náði ekki nafninu). Þær tindilfættu fóru tjarnarrúnt en hinir fóru miðbæjarrúnt þar sem straujað var inn í Ráðhús og tekinn hringurinn um landið. Komumst óáreitt frá því verkefni (greinilega ekkert að gerast þarna inni) og héldum heim með vindinn í bakið. Hjá Valsheimili var aðeins lengt í og Öskjuhlíð tekin í nefið. Við stelpurnar og Svalinn týndumst reyndar og misstum þ.a.l. af strákunum, enda rötum við ekki skóginn í hvítu, bara í brúnu. Það vekur enn athygli félagsmanna, ekki einungis aðalritara, að Kalli skuli klæðast jafn sumarlegum og skjóllitlum fatnaði og raun ber vitni við þolæfingar svo jaðrar við guðlast. Að því tilefni hef ég ákveðið að taka "æðruleysisbænina" á þetta og sætta mig við það sem ég get ekki breytt. Ég er m.ö.o búin að reyna að fá drenginn í síðbuxur og stakk en get engu breytt um það svo ég verð að "hvíla mína tösku" en held áfram að herja á Bjútíið með að droppa markmannshönskunum, hið minnsta. Síðan eru örugglega einhverjir útigangsmenn sem geta sofið í tjaldinu hans, það er þriggja manna.

Alls milli 8-9K
Kveðja,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið var nú gaman að fá að "skokka" með ykkur eða amk sjá ykkur í fjarska ;-) Sú þriðja heitir Ágústa eða öllu heldur Gústala. Sjáumst fyrr en síðar ;-)
Kv RRR

Icelandair Athletics Club sagði...

Ávallt velkomnar, Ágústa, Sigurborg og Rúna Rut! :)
Aðalritarinn