föstudagur, október 17, 2008

Freaky Friday - around the world two times

Mættir í dag á æfingu voru: Sigurgeir (fór sér, ekki hjá sér), Höskuldur daydreamer, Dagur the restless, Guðni Phileas Fogg, Sigrún Erlends, -nafna og brekkubani og Sigrún Aðal. Þetta var meðvirkt samfélagshlaup sem saklausir hjástandendur (innocent bystanders) lentu í, fyrir einskæra tilviljun. Um var að ræða 9 Km hlaup til að Guðni næði hlaupamælingunni 20.000 Km (frá upphafi mælinga) og farið var nokkuð greiðlega. Hlupum vestur í bæ, Kaplaskjól, framhjá randafluguvöllum (KR), Grandaveg, JL hús niður í miðbæ og upp Skólavörðustíg (að beiðni) og upp að Leifi heppna og hoppuðum þar eins og fávitar (eitthvað Laugaskokks dæmi), áfram Barónsstíg og upp á Miklubraut þar sem um 1 Km var eftir að hóteli. Þá var gefið aðeins í eftir megni og tekið tempó heim að hóteli. Leiðin reyndist um 9,2 Km og var farin á rúmum 45 mínútum. Þar með fór síðasta von vikunnar um rólega félagsæfingu, enda ekki ástæða til afslöppunar á þessum viðsjárverðu tímum. Þá má hinsvegar telja Guðna til hróss að með þessu hlaupi hefur hann hlaupið tvisvar kringum hnöttinn og þá eru ótalin öll þau skipti þar sem hann hefur hlaupið á sig eða undan sér. Hann var þó reyndar aðeins meira en 80 daga að klára vegalengdina.

Kveðja,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skólavörðustígur og "Rocky" eru töff!!

Nafnlaus sagði...

ég ætla ekki að vera með leiðindi við Guðna stórhlaupara en vil benda á að ummál jarðar er 40.000 km. Glæsilegur árangur samt sem áður!

"Miðbaugur er stórbaugur, sem liggur umhverfis reikistjörnu og skiptir henni í tvö jafn stór hvel, norður- og suðurhvel. Miðbaugsplanið er þannig mitt á milli skauta hnattarins og hornrétt á möndulinn. Breiddargráða miðbaugs er 0°, samkvæmt skilgreiningu. Punktar á miðbaug ferðast hraðar vegna möndulsnúnings en allir aðrir punktar á hnettinum. Oftast er átt við miðbaug jarðar, en ummál jarðar um miðbaug er um 40.070 km.

kv, Fjölnir