föstudagur, október 17, 2008

Lokun sundlaugar Hótels Loftleiða í næstu viku

Sundlaugin á Hótel Loftleiðum verður lokuð frá mánudeginum 20. okt.-fimmtudagsins 23. okt. að báðum dögum meðtöldum. Hlauparar hafa ákveðið að efna til hópferða frá aðalinngangi, þ.e. sameinast í bíl/a og fara í Vesturbæjarlaug, annaðhvort í sund eða hlaup. Farið verður af stað kl. 12.00 og eru allir velkomnir, sérstaklega þeir sem eru aflögufærir með bíla.
Kveðja,
Stjórn IAC

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

... held við verðum að segja 11:55 til að vera í góðum tíma. Muna eftir handklæði og bikiní/skýlu.

Dagur