mánudagur, nóvember 03, 2008

3. nóvember "The four arm octopussy"


Á mynd: Kolkrabbi grandar hval

Fín mæting var í dag á æfingu: Jói fór í kraftgöngu, Ingunn og Mikael fóru sér, Sveinki fór sér, Anna Dís og Bjöggi voru einnig á eigin vegum en restin fór í kolkrabbann. Það voru: Kalli, Dagur, Guðni, Huld, Sigurgeir og Sigrún. Fallegt veður var en rigningarlegt og skúrir á köflum. Kolkrabbinn var misseigur undir tönn sársoltinna félagsmanna, sem margir hverjir réru sinn lífróður í brekkunum. Spútnikbræður sporðrenndu krabbanum léttilega og kjöftuðu fjálglega meðan sauðsvartur almúginn þraukaði upp á topp. Það vekur jafnframt sérstaka athygli að eldri Cargo snigillinn (l'escargot, sem er snigill á frönsku) lætur æfingar sig litlu varða þessa daga og hefur verið dreginn út sem viðskiptavinur mánaðarins á Subway, ekki vegna heppni heldur vegna tíðra heimsókna, en hann er sá aðili sem oftast hefur snætt á staðnum í vikunni sem leið. Ýmist er hann einn á báti við þessa iðju eða aukreitis í slagtogi við annan kóna, sem einnig lætur glepjast af fölskum gylliboðum um lágt verð og mikið þyngdartap í kjölfarið. Í þessu tilviki hefði verið mun meira púður í að smakka á fjögurra arma kolkrabbanum, sem ranglega hefur verið nefndur octopussy en með réttu ætti að kallast quadropussy.



Alls 8,2 vel brókaðir
Kveðja,
Sigrún
Fjölnir smelltu hér

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hhhhhmmmmm??
Spurning hvort sé betra að vera kölluð Cargo-systirinn eða Cargo-snigillinn?
Varðandi Subway-ferðir þá teljum við okkur hafa náð "ummálsverðum" árangri og gætum fljótlega farið að smella okkur á vigtina með Gög og Gokke

kveðja frá L'ancient escargot

Nafnlaus sagði...

Þú veist hvað kemur fyrir ritara sem gleyma Sveinbirni? Hann gleymir ritara þegar hann úthellir veigum á árshátíð.

Icelandair Athletics Club sagði...

Ýtið á ferninginn eftir að hljóðmerkið heyrist...
Aðal