þriðjudagur, nóvember 11, 2008

90 ár frá stríðslokum

Mjög friðsælt var yfir hlaupurum dagsins (enda stríðslokastórafmæli). Jói fór á undan en síðan fóru 3 stigamenn og Dagur útsýnisferð um Hlíðar, Hvassaleiti og Fossvog. (Stigamenn eru þeir sem hafa fengið stig í Poweradehlaupinu í vetur.) Hlaupið var um alls konar stíga sem ekki hafa verið hlaupnir áður af svo fríðum hópi og m.a. farið fram hjá 5 húsum sem stigamenn höfðu búið í á einhverjum tímum (þó ekki saman).

Endaði í 8,7

Stigamaður

PS. Jói setti sér áhugavert markmið í sturtunum (en það sem talað er um í sturtunum verður ekki uppljóstrað annars staðar en þar).

3 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Nú, var það nokkuð "Í kjólinn fyrir jólin"?

Athugasemd til Cargosystra-Ef hrauna á yfir mann þá verður það að gerast á morgun.
Kveðja,
Aðalritarinn

Nafnlaus sagði...

Ég held það sé óhætt að gefa upp markmiðið hjá Jóa enda verður það honum aðeins hvatning ef ég þekki hann rétt.

"Ég ætla að taka þátt í Vetrarhlaupinu í febrúar eða mars og þá skal einhver fá að finna fyrir því"

Hér er maður á ferðinni sem einhverjir ættu að fara að fylgjast með.

Kveðja,
Dagur

Nafnlaus sagði...

Það er alls kostar ekki rétt, ég læt engan finna til te vatnsins. Alltof hóvær fyrir slíkar yfirlýsingar. The mad rocker