Höfuðlaus her lét ekki hugfallast í dag og kláraði sína æfingu: Það voru Rúna Rut og önnur frá hótelum, Ársæll og Joe (The mad rocker) á séræfingu, Anna Dís, Björgvin (Twin peaks), Fjölnir Lancelot, Sigurgeir á "Sub"anum, Kalli mit lederhosen, Huld the smaller blonde, Sigrún the other one (nafna) og Sigrún hin, þessi sem mætir alltaf til að ekki sé hægt að blogga neitt um hana. Fórum sýningarrúnt með óhefðbundnu sniði með Mr. BB í broddi fylkingar. Strolluðum m.a. niður Laugaveg þar sem Kalli sýndi nýjustu leðurstuttbuxurnar og enduðum með smá spretti upp Skólavörðustíg þar sem súrefniskútarnir biðu okkar. Brokkuðum svo heim á hótel og var það mál manna að BB blómstraði sem aldrei fyrr þegar ofríki drottnandi yfirleiðbeinanda nyti ekki við. Góð æfing og frábært veður.
Alls 7,3 á 40 mín.
Kv. Sigrún
4 ummæli:
Ekki batnar það....
Ok. Þá...-Huld, þessi besta, var á æfingunni með hinni druslunni sem getur ekki rassgat!!!! Happy?
Örmagna þóknunarkveðjur,
Aðalritari og dalaskáld.
Flott. Loksins e-ð af viti! Nei, þú ert alveg gasalega dugleg og getur alveg helling... meira en þú heldur.
Ha ha ha...
Ókei þá.
Nýja júníformskvísan
Skrifa ummæli