miðvikudagur, desember 17, 2008

Hádegisæfing 17. desember

Allt vaðandi í Guggum í dag!

Mættir voru Kallinn (með buff), Oddurinn, Hössinn, Ólinn og Dagurinn ásamt formanns Guggunni og þremur flugdeildar Guggum á eigin vegum.

Karlhormónarnir æptu á átök og ráðist var í kolbrabbann. Eftir annan sprett laumaði Kalli út úr sér "...hvað vorum við velja þessa æfingu..." - en allir kláru æfingu með reisn þrátt fyrir erfitt færi, sleipt og þungt.

Fín æfing.

Kalli kveðjur með þessari æfingu klakann og heldur á vit ævintýranna - hann mun dvelja á Seychelleyjum um hátíðarnar - 'lucky bastard'. Seychelleyjar er eyjaklasi í Indlandshafi, norður af Madagascar. Hann mun halda áfram æfingum á ströndinni og gefa skýrslu þegar hann kemur tilbaka.

Einvígi virðist vera í uppsiglingu í næsta Powerade Vetrarhlaupi eftir ummæli Hnakkans í athugasemdum við lýsingu Guðna frá síðasta hlaupi, þar gerir hann stólpa grín að bæði Guðna og Hössa. Gaman verður að fylgjast með.

Næst - jólaæfingin á morgun - sjá hér að neðan.

Kveðja,
Dagur

Engin ummæli: