fimmtudagur, desember 18, 2008

Jólakvöldæfing fimmtudag 18. des.


Frábær mæting var á jólaæfingu skokkklúbbsins í kvöld. Þar voru samankomin þau: Jens og tíkin (man ekki nafnið), Sibba, támarði ofurhlauparinn, Sveppi með veskið, Oddgeir "ég kem allsber fram ef ég þarf", Fjölnir froskagleypir, Sigurgeir (glamúr is my middle name), Anna Dís megabeib, Ársæll ambeygjumógúll, Huld the cover girl, Bryndís "you can leave your light on", Guðni RM-kerfisþræll og Sigrún, armbeygjukvíðasjúklingur. Sveppi vildi taka við stjórnartaumumog leiddi okkur á vesturleið á leið niður á tjörn. Þar mátti taka hringi að vild, kringum tjörnina og endaði æfingin í 2 góðum hringjum á sæmilegu tempói m.v. aðstæður og 3. hringur var tekinn að Jónasi og þaðan skokkað heim í samfloti. Áður hafði tík Jens lent á bráðastefnumóti og því þurfti Jens að hverfa á braut all snarlega og ekki í fyrsta sinn. Við hin fylgdumst að heim á hótel þar sem gengið var til baðklefa og ýmist farið í saunabað og/eða gengið til sameiginlegrar kerlaugar, þar sem neytt var veitinga af bakka. Æfingin var hin hressilegasta og þrátt fyrir þungt og "loðið" færi nutu þátttakendur ljúfrar samveru í hvívetna.
Alls tæpir 8-K og hverrar krónu virði.
Kveðja,
Sigrún

4 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Takk f. skemmtilegt hlaup.
Tík Jens heitir Táta.
Oddgeir sló í gegn.
Anna Dís - sem er ofursæl með nýja viðurnefnið.

Nafnlaus sagði...

Ég og Hössi fórum í hádeginu vestur á Seltjarnarnes, 11k á sullandi farti. Fæturnir á Hössa titruðu af áreynslu í klefanum eftir æfingu.

Kveðja, Dagur

Nafnlaus sagði...

Þetta var alveg frábært, í minningunni hafa þessi jólahlaup verið meira til málamynda, þ.e. bara rölt í rólegheitunum jafn stutt og hægt var, en í gær var þetta alveg alvöru æfing! Geggjað. Og svo potturinn og blessaður bjórinn punkturinn yfir i-ið. Takk fyrir mig!

Bryndís ljósberi.

Nafnlaus sagði...

aka Dísa ljósálfur