miðvikudagur, desember 03, 2008

No Whining Wednesday - Kolkrabbinn

Mættum í kalsaveðrinu í dag: Anna Dís og Ársæll í skógarhlaupi, Kalli (sokka og buxnalaus), Óli, Sigurgeir, Geirdal og Sigrún til að fara "kolkrabbann" undir stjórn Dags. Dagur er hinsvegar farinn í jólaköttinn og hefur ekkert til hans spurst en það aftraði ekki sjálfseyðingarhvatarhópnum sem gerði sína æfingu nokkuð skammlaust við hörð skilyrði, hálku og vind. Sýnu sprækastur var þó Geirdal, enda er hann svotil nýdansaður úr einhverju indjánasvetti og þ.a.l. laus við allar áhyggjur og þyngingar.
Alls 7,6-K

Minni lesendur á að sinna armbeygjuprógramminu samviskusamlega!
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: