fimmtudagur, desember 04, 2008

Thursday December 4th- Without Mercy

Skínandi veður í dag (fyrir utan smá rok) og mættir samkvæmt nafnakalli: Bjöggi, Guðni, Dagur, Sigurgeir og Fjölnir, Oddgeir, Huld og Sigrún. Þrátt fyrir kolkrabbann í gær voru sumir hungraðir í átök og því var stillt upp til stórátaka. Allir fóru Suðurgötuna og þaðan fóru Dagur, Bjöggi, Guðni og Oddgeir spretti í "blaðburðarhringnum" (1600m, 800m, 400m, og 200m). Mættumst síðan á Ægisíðu og slefuðum restina að 2 sprettum með þeim, Huld og ég en fyrr höfðu The Cargos stungið af inn í skóg og horfið. Fórum síðan restin inn að ASCA rótum og tókum brekkuna + möl með 180° twisti og niður (alls rúmir 700m) og fannst okkur alveg vanta síðasta kaflann til að um fullkomna Powerade eftiröpun væri að ræða. Ef á að kalla þessa æfingu "simulatorinn" verður að slútta í gegn hjá keðjunni, ekki satt? Þá erum við farin að tala saman um rafstöðvarbrekku, hæð, langan kafla og niður, ef glöggir lesendur kynnu að kannast við sig í þeim kringumstæðum.
Lengra holl rúmir 9K
Styttra 8,1K

Bjöggi this one is for you :)

Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: