Mættir í fínu veðri, þó smá vindur í mót á bakaleið: Bjöggi (dnf), Kalli, Dagur, Guðni (hettuklæddi Breiðholtsmorðinginn), Huld, Sveinbjörn, Fjölnir og Sigrún. Jói var að hlaupa flugvallarhring með"pacer" á hjóli og Ingunn á sérleið. Það leit út fyrir að þjálfari léti undan aumingjaþrýstingi félagsmanna með léttan dag en sú von fjaraði út jafnskjótt og hópurinn kom að Háskólasvæðinu. Leggja átti upp 3 tempóhlaup inni í Suðurgötuleiðinni. 1. Blaðburðarhringur, rólegt. 2. Dælustöð að kafara, rólegt og 3. (einungis fyrir naglbíta) Brekka og í gegnum skóg, rólegt heim. Í gegnum þetta þræluðu félagsmenn sér, hver með sínum skrefstuttu eða -löngu fótum. Einungis 2 þreyttu síðustu raunina, enda hafði lífsþrótturinn verið illa murkaður úr lýðnum á tempókafla 2 er hettuklæddi Breiðholtsmorðinginn birtist óvænt og gerði aðsúg að þolendum. Mikil hræðsla greip um sig og hraðaaukning var merkjanleg.
Góður rómur var þó gerður að þessari æfingu og greinilegt að margir áttu inni fyrir meiru. Leiðinlegt er þó að geta þess að BB, sem loks er kominn í samlita skó,buxur og sokka, þurfti að hætta í upphafi æfingar v/meiðsla.
Alls tæpir 8-K og yfir.
Kveðja,
Sigrún
Limra dagsins:
Endalaus tempóhlaup
langar að leggja upp laup.
Í félagsskap frárra
er fjandanum skárra
að fá sér eitt Jäger-staup.
4 ummæli:
Hettuklæddi Breiðholtsmorðinginn er Árbæingur, ekki ánafna okkur eitthvað sem við eigum ekki aðalritari nóg er nú samt. kv/joulf
Það er satt. :)
Aðal
Svakalega er Sveinbjörn orðinn öflugur, hann er orðinn tvöfaldur í roðinu
BM
Það var nú ekki Sveinbjörn heldur Guðni nokkur Ingólfsson Bryndís mín sem þú heldur vera tvöfaldan í roðinu hehehe??
Skrifa ummæli