föstudagur, janúar 23, 2009

Fríkaður föstudagur 23. janúar


Frábær mæting var í blíðviðri dagsins í dag. Flugfreyjukvartettinn með þeim Sirrý, Björgu Stefaníu, Heklu og Birnu mætti galvaskur á flugvallarhring, Jói var á sérleið en fjöldinn fór fríkaða föstudaginn með brottfalli. Sveinbjörn og Anna Dís fóru rómantísku leiðina en Dagur, Guðni, Kalli, Fjölnir, Bryndís, Jón Gunnar, Óli, Huld og Sigrún fóru krækjur í Hlíðum, og stefndu síðan niður í Tjarnargötu, þar sem efna skyldi til sprettkeppni, því Dagur vildi ólmur af stallinum. Sprett var af stað um 300m kafla, niður Tjarnargötuna, sannkallaður dauðasprettur og varð þjálfara að ósk sinni með að missa konungdóminn. Stuttbuxnadrengurinn kom sá og sigraði og hrifsaði til sín valdastólinn. Hvort þetta er merki um hvað koma skal skal ósagt látið en þarna hafa klárlega orðið vatnaskil. Spurning hvort draga eigi úr þjálfun við unglingana á meðan ástandið er að jafnast út. Veit það ekki.
Hlupum síðan einn Rocky að hætti Laugaskokkara og skokkuðum síðan rólega heim í faðm helgarinnar.
Alls 8,4-K
Kveðja,Sigrún

KALLI Á HÓLI
Hvern þekkirðu í Flóanum kaldari karl en hann Kalla-Kalla-Kalla-Kalla á Hóli
Og hver finnst þér æstari í kvenfólk og svall en hann Kalli-Kalli-Kalli Kalli á Hóli
Hann syngur og drekkur og dansar og hlær,og dreymandi' hann þráir hver einasta mær
Því enginn á landinu' er konum eins kær og hann Kalli, (hvaða Kalli), hann Kalli (hvaða Kalli) hann Kalli, Kalli, Kalli, Kalli á Hóli.

Engin ummæli: