mánudagur, janúar 12, 2009

Hádegisæfing 12. janúar

Fantagóð mæting í sólinni í dag: Jói í kraftgöngu, Sveinbjörn, Anna Dís og Fúsi fóru Suðurgötuna, Bjöggi fór Hofsvallagötu, Sigrún og Kalli voru pínd til að fara Kapla short og Huld strandleiðis en Dagur og Guðni fóru Kapla long with a twist. Tókum tempóhlaup frá okkar startstöð út að kafara þar sem aðalritari mátti þola háðuglega útreið á leiðinni. Söfnuðumst síðan saman fyrir niðurskokk heim á hótel. Nokkuð bjart var yfir mannskapnum eins og veður gaf til kynna og verður nú loks æfingafriður fyrir undangengnum keppnum sem hafa reynt nokkuð á geðslag og andlegt jafnvægi meðlima hópsins. Búið er að gefa út æfingaáætlun vikunnar og ætlunin er að taka Kolkrabbann á miðvikudag.
Alls frá 7-9,6 km.
Kveðja.
Sigrún
Svona var hljóðið úr BB þegar hann sá að Doris Day & Night nálguðust!

Engin ummæli: