Mættir í dag: Jói á sínum hring og kvartett Óla Briem með Degi, Guðna og Sigrúnu. Fórum nokkuð óhefðbundna leið frá hóteli, Snorrabraut, Grettisgötu, Alþingi að kíkja á mótmæli, Vesturgötu, Hofs og þaðan fóru ÓB og DB Kapla long en "morðinginn" og stripparinn fóru Hofs áfram og niður á Ægisíðu, þar sem þau vóru hirt upp af hraðlestinni og samferða hefðbundna leið tilbaka á hótel. Greiðfært var á götum en flughált á stíg þar sem frosið hafði yfir söndun. Mannskaðafæri semsagt. Þau válegu tíðindi bárust mér til eyrna að búið væri að hrinda sprettkónginum af stalli, það hefði gerst í gær í 6*300m sprettum í Tjarnargötu. Kemur þá upp í hugann að sjaldan launar kálfur ofeldið. Bregðast þarf við þessu með viðeigandi hætti.
Alls 9,5-K hjá styttri en 10-K hjá lengri.
Kveðja,
Sigrún
Reuters
Engin ummæli:
Skrifa ummæli