Nokkrir strákar og ein stelpa mættu á æfinguna í dag. Þetta voru þau Sveinbjörn á sérleið, Bjöggi sem kom út úr skápnum (Suðurgata), sko í karlaklefanum, Fjölnir á frívaktinni, Guðni, Dagur, Hössi, Óli blaðburðardrengur og Sigrún. Farin var Hofsvallagata á rösku tempói og á Ægisíðu voru menn krafðir svara um hver væru þeirra markmið fyrir 2009. Hössi ætlar að bæta sig í öllum vegalengdum, Guðni og Dagur ætla að hlaupa 2009 Km á árinu (duh...), Fjölnir ætlar 10 km á 45 mín. á árinu en Óli var ekki til frásagnar og Sigrún ekki með neitt í hendi fyrir árið en er að vinna í því. Eftir Hofs var tekinn einn "simulator" í Öskjuhlíð af þeim sem eftir voru. Næsta fimmtudag er svo Powerade vetrarhlaupið sem síðast var háð við voveiflegar aðstæður. Síðast var það svona
Alls 9,44K
Kveðja,
Sigrún
2 ummæli:
Ég var líka aðalritari??? joulf
Ó, sá þig ekki. ;)
Aðal
Skrifa ummæli