þriðjudagur, janúar 06, 2009

Hádegisæfing 6. janúar

Frábært veður var í dag og fín mæting. Mættir voru Dagur, Guðni, Bryndís, Huld og Sigrún. Jói var í kraftgöngu og Ingunn á skógarleið. Fórum Hofsvallagötuna á rólegu stráka tempói (hratt f. suma) og rifjaði Guðni upp sokkabandsár aðalritara sem markmanns í Val. Sjaldan hefur aðalritara hlýnað jafn mikið um hjartarætur og á þeirri stundu er heyrinkunnugt varð að hans hefði verið getið í Valsblaðinu 1988. Frægðarsólin er reyndar ekki með öllu hnigin til viðar og má sjá neðangreinda frétt í Valsblaðinu 2008, einungis 20 árum síðar.
Alls 8,72K en Dagur tók blaðburðarhringinn aukreitis.
Kveðja,
Sigrún
Lengi lifir í gömlum... smellið á mynd til að stækka.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið lið og harðsnúið!

Ég kíkti á Asca síðuna og get ekki annað séð en þeir hyggjast blása til keppni þann 1.mars, n.k.

Veit þetta einhver fyrir víst?

BM

Nafnlaus sagði...

Miðvikudaginn 28. janúar verður 'wicked wednesday'.

Brottför eins og venjulega 12:08 en nú íklædd sundfötum undir hlaupagallanum og með handklæðisbleðil undir arminum.

Stefnan tekin á sjósund í Nauthólsvík.

Ef vel tekst til verður þetta mánaðarlegur atburður.

Kveðja,
Dagur

Nafnlaus sagði...

Sæl Sigrún,

Þetta er fín mynd af ykkur fótboltastúlkum. Sem gamall Valsari er það mér reyndar umhugsunarefni hvers vegna þið klæðist Fram búningnum !?!
Kveðja, -jb

Icelandair Athletics Club sagði...

Bryndís, ASCA verður örugglega ekki 1. mars. Erum stjórnin í sambandi v. Paul og vonandi skýrist þetta fljótt.
Jói minn, þetta eru "away" búningar. Þú veist, ekki á heimavelli...
Kveðja,
Sigrún