fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Hádegisæfing 12. febrúar

Mættir voru Dagur, Óli, Björgvin (The Pink Plaster)

Björgvin fór út að skítaröri og tilbaka (5,8k) á meðan Óla var boðið uppá 10k tímatökuhlaup á 44mín tempói (4:24 m/km). Farið var hratt af stað undan vindi, uppí vindinn hægði aðeins á en markmiðinu var náð, lokatími 44:06. Góður árangur hjá piltinum. Endaði í 10,68k.

Kveðja, Dagur

p.s.
Vetrarhlaupið fór fram í kvöld. Jón Gunnar gekk til góðs og þurfti að horfa í hnakkann á Hössa, Guðni kom léttfættur í mark, Huld stuttu síðar. Sigurgeir nokkuð á undan föðursystir hans Fjölnis, Sigrún á mögnuðum endasprett og Anna Dís tindilfætt í kjölfarið.

Engin ummæli: