föstudagur, febrúar 13, 2009

Hádegisæfing föstudaginn 13.

Alþjóðlegi babe-dagurinn var í dag og þrjár pæjur og einn dólgur mættu: Þetta voru Huld, Anna Dís og Sigrún, allar í "post-Powerade" ásamt "der Trainer", sem sá til þess að allt færi siðsamlega fram. Farin var róleg Suðurgata í pollagöllum og klofstígvélum og ekki skemmdi tvöfalda spólvörnin á skónum fyrir. Ræddum við næsta sjósund, sem fer fram síðasta opnunardag mánaðarins, eða 25. feb. Þá er gott að vera búinn að fara í selshaminn a.m.k. 1 sinni og koma með aukaskópar til að nota þegar gengið er til sjávar. (ekki sveita) Sérstaka kátínu vakti að 4 af þeim sem pöntuðu múffur og höfðu enda greitt þær að fullu á reikninginn létu ekki sjá sig, en afhending fór fram í portinu hjá flugskýlunum. Strákar, kíkið á þennan tengil til að fá að vita næsta skref.
Alls 7,6K
Annars bara allt rólegt á vestur vígstöðvum og líka á Gaza.
Góða helgi,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu að selja múffurnar til styrktar einhverju?
Sú niðurlægða.

Icelandair Athletics Club sagði...

Já, til styrktar The International Pink Plaster recovery fund sem stofnaður var nýverið.
Adelstein