mánudagur, febrúar 16, 2009

Hádegisæfing 16. febrúar

Mættir í dag í vorveðri: Jói speedwalker, Sveinbjörn og Björgvin sem fóru Suðurgötuna, Hössi, Dagur, Guðni, Geiri smart, Huld og Sigrún sem fóru Kaplaskjólið langt en þeir tveir fyrstnefndu tóku blaðburðarhring aukreitis. Gott veður og autt utan strekkings á köflum. Niðurstaða Powerade úrslita hefur leitt í ljós að allmargir FI meðlimir (líka áhangendur) eru í og við verðlaunasæti í sínum flokkum, nokkrir alveg öruggir en aðrir sjóðheitir. Greinilega vel staðið að uppbyggingar og þjálfunarmálum hjá þessu félagi og mættu fleiri taka sér slíkt til fyrirmyndar. Ef einhverjir hafa gleymt því hvert megininntak persónulegrar nálgunar í þjálfun er má heyra það hér. Þetta hefur skilað hópnum mælanlegum hámarksárangri svo ekki verður um villst.

Langt ca 9,8 en styttra 9,5K
Kveðja,
Sigrún

Fjölnir ath. þér er alveg óhætt að mæta í Powerade, það er líka flokkur fyrir Subway-fíkla.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við fórum Meistaravelli...ekki taka af okkur 1-200 m ;o)

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Er að vinna að nýju hlaupi sem verður kynnt fljótlega, "SUBWAY-mótaröðin".

kv, fþá