Mættir á pinnan kl. 12:08 í rigningarsudda og hvassviðri: Sveinbjörn, Höskuldur, Dagur, Guðni *****, Óli prik og Sigrún. Fórum skv. dagsskipan yfirliðsforingja rakleiðis inn í kirkjugarð til að taka æfinguna "dauðir rísa", eða "dead men walking" við gríðarlegan fögnuð viðstaddra. Ekki mundi einn undirliðsforingjanna hvort síðast hefðu verið teknir 5 eða 6 brekkusprettir (u.þ.b. 300m hver) en aðalritari upplýsti fúslega að þeir hefðu verið 6. Niðurskokk er ca. 400m milli spretta og var þetta gert í beit og stóðu herrarnir sig bara vel, svona séð aftanfrá. Skokkuðum svo heim á hótel í gegnum skóg þarsem allur snór er nánast horfinn og iðagræn grenitré gleðja augað. Talsvert drullusvað skemmir þó aðeins fyrir m.tilliti til stíls að neðan. Miðað við það veður sem var í upphafi æfingar var gott veður á æfingunni, hvernig sem á því stendur. Höskuldur með eitt stig kvartaði þó undan því að sprettbrautin væri aðeins of stutt en ég myndi frekar segja að hann væri aðeins of lappalangur, ætti að gera eitthvað í því. Guðni skýrði frá því að skv. mælingu í blóðbankanum í gær hefði hvíldarpúls hans mælst 47 og hefði starfsfólki bankans orðið um og ó og innt hann eftir því hvort hann væri annaðhvort blóðsuga eða hlaupari. Þarna er því greinilega um stökkafbrigði tegundarinnar Homo Extinctus að ræða, sem vart er lengur finnanleg í byggðu bóli manna, sérstaklega ekki á norðurslóðum.
Alls rúmir 7K
Kveðja,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli