miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Hádegisæfing 25. febrúar - Sjósund - Hitastig 4°C

Ekki verður annað hægt að segja en að það hafi verið kjöraðstæður til sjósunds í dag. Þeir sem nutu veðurblíðu og sunds vóru: Dagur og Björgvin frá karlalandsliðinu og Huld, Anna Dís og Sigrún úr kvennalandsliðinu. Skokkuðum með okkar handklæði og aukabúnað (skór eru nauðsyn eða a.m.k. sjóbaðssokkar úr Europris) til Nauthólsvíkur þar sem fjöldi sjósundsiðkenda var við leik. Eftir baðið gengum við til heitrar kerlaugar og nutum góðrar samveru. Síðan var skokkað heim á hótel og allir gengu glaðir til sinna verka. Sveinbjörn var við séræfingar en var svo elskulegur að festa hópinn á mynd, fyrir og eftir. Ath. á eftir myndinni vantar Sigrúnu en hún sást ekki v. kulda því filman hjá Sveppa var ekki nema 200 ASA. Ástæða þykir að nefna við aðra félaga hópsins að ekki er til betri vellíðan en einmitt eftir sjósund, líkt og svifið sé á dúnmjúku ullarteppi inn í algleymið. Ekki er hægt að fara fram á meira í þessu samhengi. Allir eru því hvattir og skoraðir á hólm í næsta sjósund, í lok marsmánaðar.
Góðar stundir.
Aðalritari í alsælu


















2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flott!

Nafnlaus sagði...

Áfram Icelandair hlauparar