Rólegur og fámennur þriðjudagur. Mætt voru Björgvin, Sveinbjörn, Sigurgeir og Huld. Ekki voru fleiri í augsýn en ef aðrir hafa mætt eru viðkomandi vinsamlegast beðnir að vekja athygli á því nú þegar. Ákveðið var að nýta fjarveru helstu kvalara hópsins og fara Suðurgötuhring á spjallhraða, líklega um 7,5 km. Minni á mánaðarlegt sjósund á morgun. Búningar eru leyfðir en sundföt e.t.v. heppilegasti búnaðurinn.
Kv. Huld
Engin ummæli:
Skrifa ummæli