miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Hádegisæfing 4. feb.


Í -9°C mættum við Guðni, Kalli og ég, en því miður missti Bryndís af okkur en fór sér. Hinir fóru rólegt og rómantískt vetrarhlaup frá hóteli, skógrækt, LSH (áður Borgarspítali), Efstaleiti, Kringlumýrabraut og gegnum suðurhlíðar inn í Öskjuhlíð og þaðan heim á hótel. Skítkalt en ekki amalegt með jafn myndarlega stráka sér við hlið, þótt annar sé hálfberrassaður og hinn hettuklæddur sem raðmorðingi. Drepið var á helstu þáttum samfélagsins, s.s. hækkun matarverðs, gámagramsi sem leið til sparnaðar og síðast en ekki síst greiðslustöðvun Baugs, því heyrst hefur að krafa Davíðs Oddssonar fyrir því að víkja úr Seðlabanka sé sú að Baugur verði lýstur gjaldþrota fyrst. "Allt he kurls have not come to the grave" í þeim efnum, eins og maðurinn sagði á útl"ensku". Túlki það hver á sinn hátt.
Alls tæpir 7k
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: