þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Hádegisæfing 3. febrúar

Mættir í blíðviðri afmælisbarnsins Sveinbjarnar allsherjarendurskoðanda vóru: Hann sjálfur, Jói á sérleið, Dagur, Guðni, Síams, Huld, Óli og Sigrún. Fengum það verkefni að fara Suðurgötuna en einhver vantrú og efi sveif yfir vötnum. Þegar komið var áleiðis á vesturleið syðri var ljóst að um "fartlek" væri að ræða og var fórnarlömbunum stillt upp eftir hlaupastíl, asnalegastir fyrstir og svo koll af kolli. Skiptumst á að halda uppi "okkar" hraða á völdum köflum og hinir áttu að fylgja með, svona allt að því. Endað inni í skógi í landsfrægu "interval starti" þar sem meiningin var að bestir næðu lélegustu. Þrengsl á braut og ranglega reiknað interval hindraði hinsvegar að þetta yrði að veruleika og allflestir urðu að gera sér þrönga halarófu að góðu útúr skógi. Mikil hvít birta var inni í skóginum , v. snjós og blindaði aðalritara á köflum, en það breytti engu um framvindu hlaupsins svo þess er ekki getið nánar hér. Skemmst er frá því að segja að gefið hefur verið út að á morgun, vælulausa miðvikudaginn, verði farið dúnmjúkum höndum um félagsmenn og rómantík mun ráða ríkjum eða rækjum, eftir hvernig á það er litið. Síamstvíburarnir Fjölnir og Sigurgeir eru samt eindregið hvattir til að mæta og taka út sinn lögbundna hvíldardag, enda séu þeir komnir að fótum fram af ofþreytu og ofkeyrslu undanfarinna æfinga. Þeir vildu samt koma á framfæri að þetta er uppáhaldslagið þeirra um þessar mundir.
Alls 9 k
Kveðja,
Sigrún

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér líður eins og ég sé að vinna á Veðurstofu Íslands ;o)

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Mér líður eins og ég sé að vinna á Veðurstofu Íslands ;o)

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Rækjur og rómantík og mildar hendur, ætli maður hætti sér ekki baraá morgunn!

BM