mánudagur, febrúar 02, 2009

Mánudagur 2. febrúar

Myndin er af síamstvíburasystrunum Fjölni og Sigurgeiri.
Mánudagar eru dagar fagurra fyrirheita eins og sást á æfingu dagsins. Mættir voru: Jói, Sveinbjörn og Ingunn á sérleiðum. Dagur, Guðni, Kalli, Sigurgeir, Fjölnir, Erlendur, Huld og Sigrún. Farið vestur í bæ og tekið tempóhlaup að kafara. Hofs fóru Huld, Fjölnir, Erlendur og Sigrún en lengri útgáfuna, sumir með blaðburðarhring og fl.: Dagur, Guðni, Kalli og Sigurgeir, sem er kominn í meistaraflokk. Sigurgeir vill endilega fá sem flesta FI meðlimi í liðið sitt á hlaupadagbókinni og hvetur alla til að skrá sig í liðið. Gaman er að sjá að þær Cargo-systur eru nú farnar að æfa fyrir opnum tjöldum, en það auðveldar allt aðgengi og eftirlit með þeim stöllum.

Alls 8,6 Hofs en 9,3 og uppúr á Kapla

Kveðja,

Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Djöf...og ég var ekkert að skjóta á þig í síðustu viku ;o) Bíð spenntur eftir næstu æfingu sem ég fæ að blogga...!

Kv. Sigurgeir