föstudagur, mars 13, 2009

Freaky Friday the 13th



Tilvitnun dagsins:"Já, loksins. Það var kominn tími til að þið færuð að hreyfa ykkur!"*


Mætt á pinnan: Dagur ásamt 3 keppendum gærdagsins þeim; Guðna, Fjölni og Sigrúnu. Jói var á eigin vegum að vanda. Fórum óhefðbundið föstudagshlaup með viðkomu á Sólvallagötu, framhjá Ánanaustum, höfnin, þar fórum við svokallaða Járnbraut fram og tilbaka, framhjá Slippnum (strákarnir þurfa að komast í slipp fljótlega), Austurstræti, þar sem við urðum fyrir aðsúgi ræsisrottna, (*), Bankastræti (sem er eini bankinn sem hrundi ekki), Skólavörðustígur með Rocky, Egilsgata , Valsheimilin og heim á hótel. Miklar og örar framfarir hafa átt sér stað upp á síðkastið í hlaupaheiminum. Hér eru nokkrar þeirra:

Fast is the new slow

Tempo is the new recovery

Hills are the new flats

And last but not least-Silver is the new gold

Þakka þeim sem hlýddu,

Góðar stundir í kvöld! Alls 9,05K

Aðalritari


Ath. Það sást til Huldar í sparihlaupaBostonjúniforminu sínu með tilheyrandi taglsveiflum og ekki fór á milli mála að hún var í félagsskap karlkyns ofurhlaupara. Þetta er náttúrulega ámælisverð hegðun félagsmanns, að hlaupa yfir æfingasvæði hópsins og þar að auki með viðhaldi. Fussumsvei!

1 ummæli:

HK sagði...

Ég toppa kannski ekki Jens hvað varðar hraða hlaupafélaga en tek undir fleyg orð Guðna: "Ef maður ætlar að keppa meðal þeirra bestu verður maður að æfa með þeim bestu"!
Kv. Huld