F.Y.I. Yasso is back, alive and kicking. Í dag mættu til æfinga: Kalli (sem var 12 mánuði að klára 6 mánaða uppgjörið og hefur ekki sést lengi), Dagur, sem var fárveikur og lagði ekki í neitt erfitt, Guðni, sem er búinn að opinbera (sig) og Sigrún , sem er dauðfegin að keppnistímabilinu sé lokið svo hægt sé að fara að æfa eitthvað. Ingunn var á eigin vegum og Óli á sérleið, um ormagöng, að því er virtist. Guðni fékk þann eftirsótta heiður að stjórna æfingu dagsins og gerði það bara býsna vel. Hlupum frá hóteli nýja veg í Nauthólsvík og þaðan út á Ægisíðu, tókum 4*800m spretti (Yasso's), með ca. 200m hvíld á milli. Dagur var fljótur að gleyma veikindunum og var samferða Guðna en Kalli, sem hljóp með gervilið í hné, var sem eldhnöttur sem og Sigrún, sem var býsna spræk miðað við að Yasso er ekki besti vinur hennar. Veður var fagurt og milt en fannhvítir fjallanna tindar benda þó til að vorið sé ekki alveg komið enn.
Alls milli 8-9K (mælir datt út)
Kveðja,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli