Mætt voru til leiks auk Jóa á sérleið: Dagur, Guðni, Höskuldur, Sveinbjörn og Huld. Sveinbjörn fór Suðurgötu en rest Hofsvallagötu. Þetta var svokallað 70% hlaup, þ.e. rólegt, og þurfti fólk svolítið að róa hvert annað. Umræður um kökuát félagsmanna og kökuhlaup í Flóanum voru aðallega notaðar til þess. Af því tilefni birtist hér kökuuppskrift (með 70% súkkulaði!):
Súkkulaðihrákaka
Botn
100g möndlur
100g kókosmjöl
200g döðlur
2-3 msk hreint kakóduft
½ msk hreint vanilluduft eða vanillusykur
Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman.
Gott að byrja á að setja döðlurnar í volgt vatn til að mýkja þær og setja þær sér í blandarann. Blanda möndlurnar og allt hitt síðan saman og setja það svo saman við döðlurnar.
Súkkulaðikrem ef vill (má líka bræða 70% súkkulaði ofan á!!)
½ dl kaldpressuð kókosolía
1 dl hreint kakóduft
1/2 dl agavesýróp
Setjið kókosolíukrukkuna í skál með heitu vatni svo hún verði í fljótandi. Setjið síðan fljótandi kókosolíu, kakóduft og agavesýróp í skál og hrærið saman. Hellið síðan yfir kökuna og setjið í frysti í 1-2 klst. Ber sett ofan á ef vill.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli