fimmtudagur, mars 26, 2009

Hádegisæfing 26.mars

Mættum í góðri trú (haldandi að þjálfari hefði svalað fýsnum sínum í 5*800m í gær) en svo var ekki. Hverjum hefði dottið í hug að við værum leidd í sakleysi beint inn í tempóhlaup. Hlupum inn Fox og tilbaka (strákar um 5K og aðal 4,5K). Skokk á eftir og slúttað með einum skógarspretti með forgjöf. Þetta undirgengu: Dagur, Guðni, Oddgeir, Sigurgeir og Sigrún en Óli slóst síðan í för, en hann hafði áður farið fjallabaksleið um ormagöng, að vanda. Þetta samræmist hinni nýju hlaupakenningu "tempo is the new recovery". Alltaf eitthvað sníðúgt á Íslandi!
Alls 7,7K
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: