Mættir í hávaðaroki: Oddgeir, Dagur, Huld og Sigrún. Fórum öfuga Hofsvallagötu þar sem Dagur lýsti heimspeki "Trekkara", en hann er mikill og einlægur aðdáandi Star Trek. Aðeins of framúrstefnulegt fyrir okkur, þessi jarðbundnu. Ath. Þess má geta að gæti verið að Dagur hafi orðið fyrir alvarlegum sykurskorti á laugardag. Þá hjólaði hann við 3ja mann um 100 km (sem hann kallar blítt álag/blödt pålæg (dansk)), og við þann gerning festist hann í útópískri heimsmyndarskynvillu, sem gjarnan einkennir Star Trek myndirnar. Vert er að fara blíðum höndum um Stóra Dana á næstu dögum.
Alls 8,7-K
Kveðja,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli