miðvikudagur, maí 13, 2009

Hádegisæfing 13. maí

Hvern langar ekki að njóta skjóls í kirkjugarði og gera spretti í leiðinni? Þetta gerðu þau Dagur, Huld og Sigrún í dag í rokinu, en nánast logn í garðinum. Gerðum 6* brekkuspretti, nokkuð góða. Eftirá voru gerðar armbeygjur (sællar minningar) og Pilates magaæfingar m.m. Jói var á séræfingu, utan garðs og kvartaði undan dræmum nafnbirtingum hans á síðunni. Á þessum leiðu mistökum er hérmeð beðist velvirðingar.
Alls 7-K
Kveðja,
Sigrún

2 ummæli:

HK sagði...

Þetta er það sem alla dreymir um en greinilega fáir sem láta draumana rætast...
Kv. Huld

HK sagði...

Óli fór Kaplaskjólið í gjólunni, veit ekki hvort hann fékk gott skjól.