fimmtudagur, maí 14, 2009

Hádegisæfing 14. maí



Mætt í dag: Jói á sérleið, Ársæll á rangri Suðurgötu og Huld, Jón Gnarr og Sigrún á réttri Hofsvallagötu í hr (hífandi roki). Gnarrinn var bara sprækur þrátt fyrir mikið heilsuleysi undanfarið og hresstist við að hitta flugfreyjurnar. Eftir æfingu kom Jói að máli við okkur og bað okkur um að skella okkur inn í Blóðbankabílinn, sem var á bílaplaninu. Skipti þá engum togum að eftir grandvarlega rannsókn á okkur stöllum í lokuðu viðtalsherbergi var annarri okkar alfarið hafnað sem blóðgjafa. Ástæðan: Jú, sú hin sama var of létt! Hinni var hinsvegar tekið opnum örmum, enda fer þar annálaður offitusjúklingur og bjórsvelgur, sem öllum mun vera ljóst, og þykir aflögufær um 1 blóðpott eða svo.

Alls 8,7-K

Kveðja,

Sigrún

Engin ummæli: