föstudagur, júní 26, 2009

Þema dagsins - fuglanöfn

Síðasta föstudag (mannanafnadaginn mikla) var gefið loforð um að dagurinn í dag yrði tileinkaður fuglanöfnum. Þannig fór hluti mættra í heimsókn á Grímstaðarholtið og hljóp Þrastargötu, Fálkagötu, Smyrilsveg og Arnargötu. Hinn möguleikinn hefði verið að fara upp í Hólahverfi. Bónusgata var Grímshagi sem þessi hópur hefur ekki hlaupið áður. Þátttakendur: Bryndís, Fjölnir, Geirdal, Guðni, Oddgeir og Óli. Fimm síðastnefndu hlupu að sjálfsögðu berir að ofan.

Annar hópur, skipaður Árna og Boga undir styrkri forystu Ársæls fór inn í Fossvog. Kannski að heimsækja Aðal, hver veit? Þá fór Sveinbjörn á móti fuglahópnum og sameinaðist honum að lokum.

Þá er rétt að nefna að hjólreiðanotkun íslenskra rithöfunda hefur vakið athygli hádegishlaupara í þessari viku. Í gær mættum við Braga Ólafssyni og í dag Pétri Gunnarssyni. Spennandi að sjá her verður á hjólinu á mánudaginn kemur.

GI

1 ummæli:

HK sagði...

Hrikalegt að missa af þessu... fulglunum þ.e.a.s.
Huld