fimmtudagur, júní 18, 2009

Hádegisæfing 18. júní

Mættir í sól og blíðu: Sveinbjörn, Dagur, Guðni, Kalli, Fjölnir, Ása, Huld og Sigrún. Fórum í Hljómskálagarð til að taka 6*hálffullan Jónas (hann var svo fullur í gær að hann gat ekki meir) sem eru um 400m sprettir með léttu skokki á milli. Sérstaka athygli vakti að Ása, fulltrúi Glamúrs, stóð sig ótrúlega vel og von er til að tímar falli á þeim bæ á næstu dögum. Einnig kom að máli við aðalritara útlendingur, sem ekki hefur af eðlilegum orsökum náð fullkomnu valdi á blæbrigðum íslensks máls, og spurðist fyrir um orðið "vanfær". Er hér tilvitnun því til frekari skýringar. Sjá nánar Er ekki nema sjálfsagt að leiðbeina og hjálpa nýbúum og öðrum innflytjendum um svoleiðis útskýringar í framtíðinni. Það er þó hinsvegar ljóst að ef einhver var vanfær á Jónasi í dag, telst það vera aðalritari, en það stafar af getuleysi en ekki þungun.
Alls 8,6-K
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: