Mættir í hita og blíðviðri: Kalli, Bryndís, Dagur, Huld og Sigrún. Sveinbjörn var á eigin prógrammi, alsæll eftir fjölskylduhátíðina. Fórum rólegan miðbæjarsýningarrúnt og sýndum okkur og sáum aðra. Fengum það upp úr Kalla að hann vill helst hafa konurnar massaðar, kraftalegar niður og með línur. "Nú, þá svona allt öðruvísi en við", "nei, alveg eins og þið" var svarað og þá var deginum algerlega bjargað. Hver hefði trúað þessu? Við sem héldum að það væri týpan á myndinni en svo er ekki!
Alls 8-K
Kveðja,
Sigrún
2 ummæli:
Held að ég hafi farið heim með þessari af Thorvaldsen þarsíðustu helgi.
Kalli
Já, var búin að frétta það! Góður!
SBN
Skrifa ummæli