fimmtudagur, júní 04, 2009

Hádgisæfing 4. júní

Mætt í dag í frábæru veðri: Sigurgeir (believe it or not), Ása, Huld, Jens og Sigrún að ógleymdri Tátu. Fórum rétta Hofsvallagötu á hvíldartempói sem enginn þurfti á að halda nema aðalritarinn og kannski Táta. Minnstu munaði að aðal væri hjóluð niður af hjólreiðamanni en stórslysi var þó forðað þótt tæpt væri. Á morgun er fyrirhugað sjósund og eru lysthafendur eindregið hvattir til að mæta á HL kl. 12.08 með viðeigandi búnað.
Alls 8,7-K
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: