föstudagur, júní 05, 2009

Hádegisæfing með sjósundi 5. júní

Hittumst við Huld við kirkjugarðsenda og tókum upphitun út í Nauthólsvík. Skiluðum þar sjósundsgræjunum og héldum áfram vestureftir, hvar við tókum 3*2000 metra (sprett/tempókafla), með 1,5 mín. á milli. Aðalritari fékk smá afslátt af síðasta og skipti honum upp í 2*1000, v. örmögnunar. Huld tók svo einn 1000m til en aðal skokkaði til móts við væntanlega hlaupara frá HL. Þar reyndist enginn svo við flýttum okkur bara í sjóinn, sem mældist heilar 9,6°C. Þar hittum við Guðmundu og Önnu Dís, sem einnig höfðu hlaupið um Elliðaárdal. Syntum við út að bauju sem er í fyrsta sinn sem okkur Huld tekst það. Anna Dís fór lengra, enda harðgerðari en við. Síðan fréttist af Oddinum en hann tók flugvöllinn á tempói.
Góða helgi,
Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ólaur var líka á ferðinni