þriðjudagur, júlí 14, 2009

Hádegisæfing 14. júlí

Mættir í nokkru roki: Bjöggi, Fjölnir, Kalli, Sigurgeir, Oddgeir og aðal. Eftir nokkurt þref var ákveðið að fara í skóginn en þar villtist Glamúrinn þegar hann lét okkur fara "stóran" hring. Var þá komið að þeim tímapunkti að aðal tæki við stjórn hins villuráfandi hers og neyddi grátandi hjörðina inn í kirkjugarð til að taka 6*brekkuspretti þar. Aðal hélt sínu striki þrátt fyrir hótanir og líkamsmeiðingar á leiðinni og allir kláruðu með sóma. Sigurgeir hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps en hann réðst á aðal með garðslöngu í brekku kirkjugarðsins. Fjölmörg vitni urðu að árásinni og þau hafa þegið áfallahjálp.
Alls 7,5-K
Kveðja,
Sigrún

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað gekk manninum til?
kv. eiginkonan ;o) ( Ása)

Hjörvar Sæberg Högnason sagði...

Jæja þá. Loksins, loksins. Fyrsta færslan héðan úr landi drottningarinnar og Mr. Brown. Er búinn að koma því þannig til leiðar að við fáum að hafa afnot af sturtuaðstöðu hjá einu fyrirtækinu hér í húsinu þannig að nú getur maður farið að hlaupa í hádeginu, rétt eins og maður var að komast upp á lagið með að gera með ykkur heima. Stefnan er að taka 2-3 hádegi í viku, en með mér hleypur Darren Kelly hér á skrifstofunni og eftir að hafa fengið ábendingu um hlaupadagbókina á netinu sé ég að FI Skokk er þar með lið. Ég mun því skrá mig þar inn og reyna að leggja eitthvað inn :) Fyrsta hlaupið var sl. fimmtudag í Regent Park, tókum ca. 5 km og afgreiddum það á hálftíma. Hljóp svo einn í hádeginu í dag ca. 6 km í Regent Park á rétt rúmum hálftíma. Kveð að sinni, Hjörvar Sæberg.

Nafnlaus sagði...

Þessi árás heppnaðist ekki 100% og ég lofað þér því að ég mun reyna aftur ;o)

Kv. Sigurgeir

HK sagði...

Ansi voruð þið snögg að láta ykkur hverfa inn í skóg. Var þetta kannski feluleikur?
Huld