mánudagur, júlí 13, 2009

Hádegisæfing 13. júlí

Mættir: Bjöggi (keppir fyrir neyðarlínuna 112), Sigurgeir (leikur í Lost), Geirdal (auglýsir nú Nivea self-tan for men, línuna), Kalli (keppir fyrir froskinn), Sigrún (tálbeitan) og Oddgeir (keppir í flokki sérútbúinna í endaspretti). Fórum saman áleiðis vestur í bæ og Bjöggi fór Suðurgötuna, Sigrún Hofs og restin Kapla og tókum tempóhlaup að kafara. Hiti var ólýsanlegur og hafði það nokkur áhrif á keppendur. Rætt hefur verið við aðal um að staðsetja sig á síðasta horni í næsta keppnishlaupi og spretta af stað þegar sést í Glamúr því hann getur ekki gefið í nema að aðal sé 2-300m fyrir framan hann, vegna vindkljúfandi áhrifanna. Þetta mál er í skoðun.
Alls lengri 9,2 en styttri 8,6 og 7,5-K
Kveðja,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það góða við að hlaupa fyrir neyðarlínuna er að maður fær sérstaka fylgd sjúkrabíla ef um keppni er að ræða. Svo er líka bara hægt að safna punktum og fá magnafslátt. 3 hjartaáföll fyrir 2 o.s.frv.
Bjútíið

Nafnlaus sagði...

Ekki má gleyma sjóferðinni hjá Glamúr, JGGeirdal og Kalla á meðan aðrir voru að jafna sig eftir tempó! Tær snilld að henda sér í sjóinn eftir gott tempó.

Kv. Sigurgeir