mánudagur, ágúst 17, 2009

Hádegisæfing 17. ágúst

Þá er æfingum fyrir HM lokið en nú eru æfingar hafnar fyrir RM. Á hana mættu: Gnarr, Dagur, Huld og Sigrún. Jói var sér. Farið var tempó frá Hofs að kafara (not) en Gnarr og Dagur fóru Kapla á tempói að kafara. Heyrst hefur að aðal verði í sögulegu lágmarki á laugardag, Huld ætlar að starta með hjólastólum og sykursjúkum en hrikalegast af öllu er þó að Glamúr og frú ætla í hjónahlaup. Þau má þekkja í samsvarandi Don-Cano göllum "de los tvibbos", en þá hefur ekki verið hægt að kaupa nema í undirheimum eða í Kolaportinu. Þau leggja af stað hönd í hönd um kl. 8:40, en þá er flokkur hreyfihamlaðra ræstur út. Glamúr verður þessi í fjólubláa gallanum með gullbryddingunum á skálmum og hvítt svitaband við.
Alls 8.4-9,3K
Kveðja,
Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við verðum fljótustu hjón RM ;o) Don-Cano er að koma í tísku aftur alveg eins og Henson...

Kv. Glamúr